Fáleikar með Danaprinsum Óli Tynes skrifar 17. október 2007 13:28 Friðrik krónprins og Jóakim bróðir hans. Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims. Blaðið segir að síðastliðin þrjú ár hafi þeir ekki hist nema það hafi verið nauðsynlegt vegna opinberra athafna. Það er mikil breyting frá árum áður þegar bræðurnir máttu ekki hvor af öðrum sjá. Extra Bladet nefnir sem dæmi að alltaf þegar Friðrik keppti í siglingum hafi Jóakim verið þar og alltaf þegar Jóakim keppti í kappakstri var Friðrik þar. Það heyrir sögunni til. Þá vakti það sérstaka athygli fjölmiðla að þegar Jóakim tilkynnti um trúlofun sína í síðasta mánuði mættu hvorki Friðrik né Mary krónprinsessa í morgunverðarboð sem Jóakim hélt til þess að kynna fjölskyldurnar.Orð sem hafa fallið í fréttaviðtölum þykja renna stoðum undir að fátt sé með þeim bræðrum. Hin franska Marie, kærasta Jóakims var þannig spurð hvort hún gæti eitthvað lært af Mary krónprinsessu. Hún svaraði: "Ég hef hitt hana, en ég þekki hana ekki svo vel að ég geti sagt hvort ég geti eitthvað lært af henni.Friðrik krónprins sagði sjálfur um Marie; "Með tíð og tíma á mér sjálfsagt eftir að líka betur og betur við hana." Marie hefur verið kærasta Jóakims í tvö ár, en kunningsskapurinn er semsagt enginn.Menn velta því auðvitað fyrir sér hvað gerðist. Hversvegna kólnaði svo milli prinsanna. Bent er á að fyrst hafi farið að bera á þessu fyrir þremur árum. Það var einmitt þegar Jóakim skildi við Alexöndru eiginkonu sína.Vitað er að Friðrik líkaði mjög vel við Alexöndru og milli þeirra var góð vinátta. Hugsanlegt er talið að þangað megi rekja ósætti bræðranna í dag. Erlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims. Blaðið segir að síðastliðin þrjú ár hafi þeir ekki hist nema það hafi verið nauðsynlegt vegna opinberra athafna. Það er mikil breyting frá árum áður þegar bræðurnir máttu ekki hvor af öðrum sjá. Extra Bladet nefnir sem dæmi að alltaf þegar Friðrik keppti í siglingum hafi Jóakim verið þar og alltaf þegar Jóakim keppti í kappakstri var Friðrik þar. Það heyrir sögunni til. Þá vakti það sérstaka athygli fjölmiðla að þegar Jóakim tilkynnti um trúlofun sína í síðasta mánuði mættu hvorki Friðrik né Mary krónprinsessa í morgunverðarboð sem Jóakim hélt til þess að kynna fjölskyldurnar.Orð sem hafa fallið í fréttaviðtölum þykja renna stoðum undir að fátt sé með þeim bræðrum. Hin franska Marie, kærasta Jóakims var þannig spurð hvort hún gæti eitthvað lært af Mary krónprinsessu. Hún svaraði: "Ég hef hitt hana, en ég þekki hana ekki svo vel að ég geti sagt hvort ég geti eitthvað lært af henni.Friðrik krónprins sagði sjálfur um Marie; "Með tíð og tíma á mér sjálfsagt eftir að líka betur og betur við hana." Marie hefur verið kærasta Jóakims í tvö ár, en kunningsskapurinn er semsagt enginn.Menn velta því auðvitað fyrir sér hvað gerðist. Hversvegna kólnaði svo milli prinsanna. Bent er á að fyrst hafi farið að bera á þessu fyrir þremur árum. Það var einmitt þegar Jóakim skildi við Alexöndru eiginkonu sína.Vitað er að Friðrik líkaði mjög vel við Alexöndru og milli þeirra var góð vinátta. Hugsanlegt er talið að þangað megi rekja ósætti bræðranna í dag.
Erlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira