Vonir um konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 12:25 Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira