Mikael Gorbachev setti í dag stofnfund nýrrrar hreyfingar Sambands jafnaðarmanna í Rússlandi. Hún á að berjast gegn "neikvæðri þróun og spillingu. Hinn 76 ára gamli leiðtogi sagði að sambandið styddi tilraunir Putins forseta til að endurbæta Rússland.
Það mun ekki taka þátt í komandi þingkosningum sem búist er við að flokkur Putins Sameinað Rússland vinni örugglega.
Í stefnuskránni má þó sjá lítt dulbúna gagnrýni á Vladimir Putin. Í henni er nefnt að skortur sé á alvöru pólitískri umræðu í Rússlandi.
Mikill þrýstingur sé á andófshópa. Í henni segir einnig að möguleikarnir á frjálsu lýðræðislegu vali og pólitískri samkeppni séu takmarkaðir.