Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss Óli Tynes skrifar 1. nóvember 2007 16:15 Kossinn sem kostaði ráðuneytsstjórann stöðuna. MYND/Jimmy Vixtröm/Aftenposten Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi. Ulrika Schenström er 35 ára gömul. Hún var einn af nánustu samstarfsmönnum Friðriks Reinfeldt, forsætisráðherra. Eitt af hlutverkum hennar var að stýra almannavörnum ef neyðarástand kæmi upp. Því er haldið fram að hún hafi verið á bakvakt í því hlutverki kvöldið örlagaríka. Það er einmitt það sem er talið alvarlegt í þessu máli. Yfirleitt eru ekki gerðar athugasemdir við það þótt sænskir stjórnmálamenn slái sér upp, meðan þeir haga sér nokkurnvegin skikkanlega. Og að vera undir áhrifum og kyssa einhvern er ekki í sjálfu sér dauðasynd. Að vera undir áhrifum þegar maður er á bakvakt í neyðarnefnd er hinsvegar bannað. Raunar hefur ekki verið staðfest að hún hafi verið á bakvakt. Reinfeldt forsætisráðherra sagði að ekki væru gefnar upplýsingar um hverjir stýrðu neyðarnefndum ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Í fyrstu studdi Reinfeld vinkonu sína. Hann sagðist hafa spurt hana hvort hún hefði verið ölvuð og hún hefði svarað því neitandi. Þegar hann hinsvegar hafi séð barreikninginn hafi hún misst traust hans. Erlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi. Ulrika Schenström er 35 ára gömul. Hún var einn af nánustu samstarfsmönnum Friðriks Reinfeldt, forsætisráðherra. Eitt af hlutverkum hennar var að stýra almannavörnum ef neyðarástand kæmi upp. Því er haldið fram að hún hafi verið á bakvakt í því hlutverki kvöldið örlagaríka. Það er einmitt það sem er talið alvarlegt í þessu máli. Yfirleitt eru ekki gerðar athugasemdir við það þótt sænskir stjórnmálamenn slái sér upp, meðan þeir haga sér nokkurnvegin skikkanlega. Og að vera undir áhrifum og kyssa einhvern er ekki í sjálfu sér dauðasynd. Að vera undir áhrifum þegar maður er á bakvakt í neyðarnefnd er hinsvegar bannað. Raunar hefur ekki verið staðfest að hún hafi verið á bakvakt. Reinfeldt forsætisráðherra sagði að ekki væru gefnar upplýsingar um hverjir stýrðu neyðarnefndum ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Í fyrstu studdi Reinfeld vinkonu sína. Hann sagðist hafa spurt hana hvort hún hefði verið ölvuð og hún hefði svarað því neitandi. Þegar hann hinsvegar hafi séð barreikninginn hafi hún misst traust hans.
Erlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira