Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda 23. október 2010 06:00 Lögreglan á vettvangi í fyrrakvöld Ekki þykir öruggt að skotárás á tvær konur inn um glugga í heimahúsi tengist hinum skotárásunum.nordicphotos/AFP Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira