Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma gudsteinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 05:00 Hin 28 ára gamla Anna Chapman er sögð hafa hlotið langa þjálfun í njósnastarfsemi á vegum Rússa. Fréttablaðið/AP Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast." Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast."
Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira