Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring 11. nóvember 2011 04:00 öryggisráðið Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi sínu sem eitt fastra ríkja í Öryggisráðinu. Kína og Rússland munu kjósa með aðild Palestínu og Bretar munu sitja hjá. Líklegt er talið að Frakkland geri það líka. Meirihluti hinna ríkjanna er talinn munu styðja aðild eða sitja hjá. fréttablaðið/ap Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira