Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi Smári McCarthy skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun