Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar 2. maí 2012 08:00 Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært!
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun