Þegar Hótel Ísland brann Guðfinna Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar