David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 09:36 David Cameron fyrir utan Downing-stræti 10. Nordicphotos/Getty David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. Reiknað er með því að Cameron flytji ræðu síðar í mánuðinum um stöðu Breta og afstöðu til Evrópusambandsins. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Daybreak á ITV í morgun sagðist Cameron telja Bretum best borgið innan ESB. Hann taldi þó stöðuga fjölgun í hópi þeirra sem vilja endurskoða forsendur aðildar. „Ég tel okkur betur borgið innan Evrópusambandsins," sagði Cameron að því er Guardian greinir frá. „Við erum viðskiptaþjóð og þurfum af þeim sökum að vera á sameiginlega markaðnum. Við viljum ekki aðeins selja vörur innan Evrópu heldur viljum við eiga sæti við borðið og koma að reglusetningu. Hvorki ég né hinn almenni borgari í Bretlandi er ánægður með núverandi samband landsins við sambandið," sagði forsætisráðherrann. Cameron segir Evrópusambandið breytast dag frá degi vegna sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar. „Gjaldmiðilinnn knýr breytingarnar áfram. Við erum ekki aðili að myntbandalaginu og verðum það aldrei, að minnsta kosti ekki á meðan ég er forsætisráðherra. Við getum því nýtt breytingartímana til þess að ganga úr skugga um að samband okkar við Evrópusambandið nýtist okkur betur. Við eigum að vera viss um að breskur almenningur fái það sem hjarta þeirra þráir." Cameron er sagður undir töluverðum þrýstingi frá þeim hluta flokksbræðra sinna í Íhaldsflokkum sem vill að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu. Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. Reiknað er með því að Cameron flytji ræðu síðar í mánuðinum um stöðu Breta og afstöðu til Evrópusambandsins. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Daybreak á ITV í morgun sagðist Cameron telja Bretum best borgið innan ESB. Hann taldi þó stöðuga fjölgun í hópi þeirra sem vilja endurskoða forsendur aðildar. „Ég tel okkur betur borgið innan Evrópusambandsins," sagði Cameron að því er Guardian greinir frá. „Við erum viðskiptaþjóð og þurfum af þeim sökum að vera á sameiginlega markaðnum. Við viljum ekki aðeins selja vörur innan Evrópu heldur viljum við eiga sæti við borðið og koma að reglusetningu. Hvorki ég né hinn almenni borgari í Bretlandi er ánægður með núverandi samband landsins við sambandið," sagði forsætisráðherrann. Cameron segir Evrópusambandið breytast dag frá degi vegna sameiginlega gjaldmiðilsins, evrunnar. „Gjaldmiðilinnn knýr breytingarnar áfram. Við erum ekki aðili að myntbandalaginu og verðum það aldrei, að minnsta kosti ekki á meðan ég er forsætisráðherra. Við getum því nýtt breytingartímana til þess að ganga úr skugga um að samband okkar við Evrópusambandið nýtist okkur betur. Við eigum að vera viss um að breskur almenningur fái það sem hjarta þeirra þráir." Cameron er sagður undir töluverðum þrýstingi frá þeim hluta flokksbræðra sinna í Íhaldsflokkum sem vill að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu.
Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira