Myndbandið samanstendur af ljósmyndum af hinum 53 ára gamla Zaharie Ahmad Shah ásamt stuttum lýsingum á honum. Hann er meðal annars sagður örlátur, vel gefinn og elskaður af mörgum. Undir lok myndbandsins er ‚Ari,‘ líkt og hann er greinilega kallaður, beðinn um að snúa heim vegna þess að hans er sárt saknað.
Shah sat við stjórnvölinn á flugi MH370 frá Kuala Lumpur til Peking á vegum Malaysia Airlines sem enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af, þrátt fyrir ítarlega leit.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið, sem upphaflega var birt á fréttasíðu Sky.