„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. apríl 2014 11:28 "Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís. „Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
„Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira