Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 12:28 Brúin yfir Eldvatn í gærdag. mynd/guðmundur valur Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09