Er í lagi að leyfa allar bardagaíþróttir? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun