Sýnið okkur miskunn Hinrik A. Hansen skrifar 15. apríl 2015 07:00 Neyðarástand ríkir nú á spítölum landsins vegna verkfalla, sjúklingar fá ekki nauðsynlega umönnun og eingöngu bráðatilfellum er sinnt. Krabbameinssjúklingar geta ekki hafið meðferð og hlé þarf að gera á meðferð sem er hafin. Sjúklingar fá ekki nauðsynlega greiningu og verða að bíða í von og óvon um hvort þeir fái náð fyrir augum þeirra sem forgangsraða bráðatilfellum, sem læknar sækja um undanþágu fyrir. Á miðvikudaginn í síðustu viku átti ég að mæta í myndatöku vegna meðferðar á æxli í litlaheila. Undanfarna daga hef ég orðið var við aukin og ný einkenni sem geta komið fram ef æxlið er að færast nær heilastofni og mynda þar þrýsting sem m.a. veldur tvísýni. Til þess að fá úr því skorið hvort um þetta er að ræða eða orsakanna sé að leita annað, er bráðnauðsynlegt að ég komist í myndatöku. Þegar ég mætti var ég sendur heim, þar sem verkfall BHM var skollið á. Til að krabbameinslæknirinn geti metið hvaða meðferð er líklegust til árangurs, þarf hann niðurstöður úr nýjum myndatökum og var því ákveðið að sækja um undanþágu fyrir mitt tilvik. Í dag er þriðjudagur og krabbameinslæknirinn gerir það sem hann getur til að tala mínu máli til þeirra sem flokka þau bráðatilfelli er hljóta afgreiðslu. Það þarf ekki sérfræðing til að skilja að tíminn skiptir þarna höfuðmáli í mínu tilviki, til að geta brugðist rétt við og stöðvað hugsanlegan vöxt sem allra fyrst. Á meðan beðið er niðurstöðu verður að gera hlé á lyfjameðferðinni sem ég er nú hálfnaður í. Það hefur færst í aukana að sjúklingar hérlendis séu notaðir í kjarabaráttu mismunandi starfsstétta. Í dag eru 17 aðildarfélög BHM í verkfalli. Heildarfjöldi félagsmanna BHM er 3.009 og þar af eru 108 í Félagi geislafræðinga. Á vefsíðu félagsins kemur fram að þau aðildarfélög sem hófu ótímabundnar verkfallsaðgerðir 7. apríl eru geislafræðingar og önnur aðildarfélög sem vinna á spítölum. Önnur aðildarfélög fóru eða fara í verkföll síðar og í sumum tilvikum hluta úr degi.Beitir fyrir sig sjúklingum Þarna er BHM að sækja launahækkanir fyrir heil 17 aðildarfélög og beitir fyrir sig sjúklingum landsins. Er þetta þróun sem okkur finnst eðlileg og megum við búast við fleiri aðgerðum á næstu misserum, þar sem stéttarfélög nota neyð sjúklinga á spítölum landsins til að sækja launahækkanir fyrir sína félagsmenn? Munurinn á afleiðingum verkfalla BHM hjá t.d. lögfræðingum og geislafræðingum er í mínum huga það stór, að hann réttlætir þessi skrif. Í fyrra tilfellinu geta tapast tími og fjármunir. Aldrei líf. Í seinna tilvikinu getur orðið um slíkt að ræða. Hvenær sá hugsunarháttur varð sjálfsagður hér, er mér hulið. Ég ætla engum einstaklingi það að neita öðrum um aðstoð í neyð, en þegar einstaklingar eru orðnir hluti af hópi, verður samstaða hópsins yfirsterkari samvisku þeirra einstaklinga sem hópnum tilheyra. Vissulega þarf að semja og samningar verða ekki nema allir aðilar borðsins leggi sig fram. Það réttlætir samt ekki þá meðferð sem sjúklingar þessa lands þurfa að þola og þurfa áfram að þola, verði ekki breyting á þessum hugsunarhætti. Í greininni fjalla ég um krabbameinssjúklinga, þar sem ég tek mig sem raunverulegt dæmi, til að benda á þær raunverulegu afleiðingar sem núverandi verkfallsaðgerðir hafa. Aðrir sjúklingahópar verða ekki minna fyrir barðinu. Bráðveikir sjúklingar komast ekki í aðgerð eða eftirlit til að hefja eða halda áfram meðferð. Á meðan horfa aðstandendur á í örvinglan. Er þetta það þjóðfélag sem við viljum lifa í? Er réttlætanlegt að skiptimynt kjarabóta sé minni lífslíkur sjúklinga? Þessu verður að linna. Það getur enginn í hjarta sínu réttlætt þetta ástand. Það eina sem við sjúklingar getum gert er að biðjast vægðar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sólarmegin í lífinu Það er hreint ótrúlegt að það sé enginn annar en ferðaskrifstofurnar búinn að sjá sóknarfæri í þessu vonda veðri. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Neyðarástand ríkir nú á spítölum landsins vegna verkfalla, sjúklingar fá ekki nauðsynlega umönnun og eingöngu bráðatilfellum er sinnt. Krabbameinssjúklingar geta ekki hafið meðferð og hlé þarf að gera á meðferð sem er hafin. Sjúklingar fá ekki nauðsynlega greiningu og verða að bíða í von og óvon um hvort þeir fái náð fyrir augum þeirra sem forgangsraða bráðatilfellum, sem læknar sækja um undanþágu fyrir. Á miðvikudaginn í síðustu viku átti ég að mæta í myndatöku vegna meðferðar á æxli í litlaheila. Undanfarna daga hef ég orðið var við aukin og ný einkenni sem geta komið fram ef æxlið er að færast nær heilastofni og mynda þar þrýsting sem m.a. veldur tvísýni. Til þess að fá úr því skorið hvort um þetta er að ræða eða orsakanna sé að leita annað, er bráðnauðsynlegt að ég komist í myndatöku. Þegar ég mætti var ég sendur heim, þar sem verkfall BHM var skollið á. Til að krabbameinslæknirinn geti metið hvaða meðferð er líklegust til árangurs, þarf hann niðurstöður úr nýjum myndatökum og var því ákveðið að sækja um undanþágu fyrir mitt tilvik. Í dag er þriðjudagur og krabbameinslæknirinn gerir það sem hann getur til að tala mínu máli til þeirra sem flokka þau bráðatilfelli er hljóta afgreiðslu. Það þarf ekki sérfræðing til að skilja að tíminn skiptir þarna höfuðmáli í mínu tilviki, til að geta brugðist rétt við og stöðvað hugsanlegan vöxt sem allra fyrst. Á meðan beðið er niðurstöðu verður að gera hlé á lyfjameðferðinni sem ég er nú hálfnaður í. Það hefur færst í aukana að sjúklingar hérlendis séu notaðir í kjarabaráttu mismunandi starfsstétta. Í dag eru 17 aðildarfélög BHM í verkfalli. Heildarfjöldi félagsmanna BHM er 3.009 og þar af eru 108 í Félagi geislafræðinga. Á vefsíðu félagsins kemur fram að þau aðildarfélög sem hófu ótímabundnar verkfallsaðgerðir 7. apríl eru geislafræðingar og önnur aðildarfélög sem vinna á spítölum. Önnur aðildarfélög fóru eða fara í verkföll síðar og í sumum tilvikum hluta úr degi.Beitir fyrir sig sjúklingum Þarna er BHM að sækja launahækkanir fyrir heil 17 aðildarfélög og beitir fyrir sig sjúklingum landsins. Er þetta þróun sem okkur finnst eðlileg og megum við búast við fleiri aðgerðum á næstu misserum, þar sem stéttarfélög nota neyð sjúklinga á spítölum landsins til að sækja launahækkanir fyrir sína félagsmenn? Munurinn á afleiðingum verkfalla BHM hjá t.d. lögfræðingum og geislafræðingum er í mínum huga það stór, að hann réttlætir þessi skrif. Í fyrra tilfellinu geta tapast tími og fjármunir. Aldrei líf. Í seinna tilvikinu getur orðið um slíkt að ræða. Hvenær sá hugsunarháttur varð sjálfsagður hér, er mér hulið. Ég ætla engum einstaklingi það að neita öðrum um aðstoð í neyð, en þegar einstaklingar eru orðnir hluti af hópi, verður samstaða hópsins yfirsterkari samvisku þeirra einstaklinga sem hópnum tilheyra. Vissulega þarf að semja og samningar verða ekki nema allir aðilar borðsins leggi sig fram. Það réttlætir samt ekki þá meðferð sem sjúklingar þessa lands þurfa að þola og þurfa áfram að þola, verði ekki breyting á þessum hugsunarhætti. Í greininni fjalla ég um krabbameinssjúklinga, þar sem ég tek mig sem raunverulegt dæmi, til að benda á þær raunverulegu afleiðingar sem núverandi verkfallsaðgerðir hafa. Aðrir sjúklingahópar verða ekki minna fyrir barðinu. Bráðveikir sjúklingar komast ekki í aðgerð eða eftirlit til að hefja eða halda áfram meðferð. Á meðan horfa aðstandendur á í örvinglan. Er þetta það þjóðfélag sem við viljum lifa í? Er réttlætanlegt að skiptimynt kjarabóta sé minni lífslíkur sjúklinga? Þessu verður að linna. Það getur enginn í hjarta sínu réttlætt þetta ástand. Það eina sem við sjúklingar getum gert er að biðjast vægðar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Sólarmegin í lífinu Það er hreint ótrúlegt að það sé enginn annar en ferðaskrifstofurnar búinn að sjá sóknarfæri í þessu vonda veðri. 15. apríl 2015 07:00
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun