Vill að dómaraefni svari spurningum í sjónvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Áheyrendur sem á mál Jóns Steinars komu nokkuð víða að úr samfélaginu. fréttablaðið/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“ Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“
Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira