Doktorsgráðan skilar launalækkun Nýdoktorar við HÍ skrifar 10. júní 2015 07:00 Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun. Þannig er nú samt raunin á Íslandi í dag.Nýdoktorar: Meiri menntun, lægri laun Nýdoktorar (e. postdoctoral researchers) starfa í háskólasamfélaginu við vísindarannsóknir eftir doktorspróf. Stór hluti nýdoktora starfar við Háskóla Íslands (HÍ) og tilheyrir Félagi háskólakennara (FH). Þegar samið var um launahækkanir hjá FH árið 2014 hækkuðu akademískir starfsmenn um 4–5 launaþrep og starfsmenn stjórnsýslu um 3–4 launaþrep. Nýdoktorar hækkuðu ekki um eitt einasta launaþrep. Laun nýdoktora virðast vera einhliða ákvörðuð af samkeppnissjóðum landsins og ljóst er að þessi laun hafa ekki á nokkurn hátt fylgt launaþróun í landinu. Doktorsgráðan virðist, ótrúlegt en satt, gjarna fela í sér lækkun launa. Í stefnumörkun Háskóla Íslands árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins átti án efa ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla. Bág kjör nýdoktora og aðstöðuleysi þeirra er aftur á móti í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu.BA/BS- og MA/MS-gráður skila hærri launum Laun nýdoktors eru töluvert lægri en meðallaun annarra ríkisstarfsmanna með háskólapróf. Þegar launakönnun Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir árið 2013 er skoðuð má sjá að meðallaun fólks með BA/BS-gráðu (sem lokið hefur um þriggja ára háskólanámi) eru 65 þúsund krónum hærri en nýdoktora (sem lokið hafa um átta ára háskólanámi) við HÍ árið 2015 og laun MA/MS-menntaðra (sem lokið hafa um fjögurra til fimm ára háskólanámi) eru 100 þúsund krónum hærri. Einnig eru fjölmörg dæmi um að einstaklingar lækki í launum þegar doktorsnámi lýkur og þeir taka við starfi nýdoktors við Háskóla Íslands.Nokkur raunveruleg dæmi Starfsmaður Háskóla Íslands með doktorspróf gegndi stöðu sem krafðist meistaragráðu en þáði nýdoktorsstöðu innan sömu stofnunar sem krafðist doktorsprófs. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur lækkaði viðkomandi í launum um 70.000 kr. á mánuði við þessa tilfærslu. Sálfræðingur sem starfaði innan Landspítala Háskólasjúkrahúss lauk doktorsprófi og fór í kjölfarið að sinna störfum nýdoktors. Ef sálfræðingurinn hefði þess í stað unnið sem klínískur sálfræðingur á Landspítala hefðu mánaðarlaun hans verið um 80.000 kr. hærri. Þess í stað eru kjör sálfræðingsins – sem er á fertugsaldri, með doktorsgráðu og talsverða starfsreynslu – sambærileg við laun nýútskrifaðs 27 ára sálfræðings án nokkurrar starfsreynslu. Einstaklingur færði sig úr sambærilegu starfi við HÍ yfir í aðra stöðu nýdoktors innan sömu stofnunar. Við þetta lækkaði viðkomandi verulega í launum og var ekki kunnugt um þessa lækkun fyrr en eftir tæplega þriggja vikna vinnu í nýju stöðunni. Manneskjan, sem var fyrirvinna heimilisins með tvö börn á framfæri og himinhá námslán, hrökklaðist að lokum frá störfum vegna fjárhagsörðugleika. Hún fékk vinnu utan háskólans og tvöfaldaði við það laun sín. Náttúrufræðingur sem starfaði við rannsóknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hlaut styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands. Við það var Háskólinn orðinn vinnuveitandi hans í stað Landsspítalans og sjálfkrafa lækkaði viðkomandi starfsmaður í launum um 100.000 kr. á mánuði. Þessi starfsmaður situr enn á sömu skrifstofunni og vinnur enn að sömu rannsóknum. Það eina sem breyttist (fyrir utan doktorsgráðuna og aukna reynslu starfsmannsins) var hinn nýi vinnuveitandi og verri kjör.Ástandið óviðunandi Við þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Nýdoktorar styðja heilshugar þá kröfu að menntun skuli metin til launa og ætla sér ekki að sitja hjá í kjarabótum í þetta sinn. Nýdoktorar fagna því að nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hafi lýst því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að nýdoktorar fái sömu tækifæri og aðrir akademískir starfsmenn innan HÍ og að þeim sé boðið upp á sanngjörn launakjör miðað við reynslu þeirra og menntun – kjör sem séu samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Með þessi vilyrði í farteskinu getum við nýdoktorar því ekki annað en verið bjartsýnir og bíðum þess full eftirvæntingar að sjá kjör okkar leiðrétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun. Þannig er nú samt raunin á Íslandi í dag.Nýdoktorar: Meiri menntun, lægri laun Nýdoktorar (e. postdoctoral researchers) starfa í háskólasamfélaginu við vísindarannsóknir eftir doktorspróf. Stór hluti nýdoktora starfar við Háskóla Íslands (HÍ) og tilheyrir Félagi háskólakennara (FH). Þegar samið var um launahækkanir hjá FH árið 2014 hækkuðu akademískir starfsmenn um 4–5 launaþrep og starfsmenn stjórnsýslu um 3–4 launaþrep. Nýdoktorar hækkuðu ekki um eitt einasta launaþrep. Laun nýdoktora virðast vera einhliða ákvörðuð af samkeppnissjóðum landsins og ljóst er að þessi laun hafa ekki á nokkurn hátt fylgt launaþróun í landinu. Doktorsgráðan virðist, ótrúlegt en satt, gjarna fela í sér lækkun launa. Í stefnumörkun Háskóla Íslands árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins átti án efa ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla. Bág kjör nýdoktora og aðstöðuleysi þeirra er aftur á móti í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu.BA/BS- og MA/MS-gráður skila hærri launum Laun nýdoktors eru töluvert lægri en meðallaun annarra ríkisstarfsmanna með háskólapróf. Þegar launakönnun Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir árið 2013 er skoðuð má sjá að meðallaun fólks með BA/BS-gráðu (sem lokið hefur um þriggja ára háskólanámi) eru 65 þúsund krónum hærri en nýdoktora (sem lokið hafa um átta ára háskólanámi) við HÍ árið 2015 og laun MA/MS-menntaðra (sem lokið hafa um fjögurra til fimm ára háskólanámi) eru 100 þúsund krónum hærri. Einnig eru fjölmörg dæmi um að einstaklingar lækki í launum þegar doktorsnámi lýkur og þeir taka við starfi nýdoktors við Háskóla Íslands.Nokkur raunveruleg dæmi Starfsmaður Háskóla Íslands með doktorspróf gegndi stöðu sem krafðist meistaragráðu en þáði nýdoktorsstöðu innan sömu stofnunar sem krafðist doktorsprófs. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur lækkaði viðkomandi í launum um 70.000 kr. á mánuði við þessa tilfærslu. Sálfræðingur sem starfaði innan Landspítala Háskólasjúkrahúss lauk doktorsprófi og fór í kjölfarið að sinna störfum nýdoktors. Ef sálfræðingurinn hefði þess í stað unnið sem klínískur sálfræðingur á Landspítala hefðu mánaðarlaun hans verið um 80.000 kr. hærri. Þess í stað eru kjör sálfræðingsins – sem er á fertugsaldri, með doktorsgráðu og talsverða starfsreynslu – sambærileg við laun nýútskrifaðs 27 ára sálfræðings án nokkurrar starfsreynslu. Einstaklingur færði sig úr sambærilegu starfi við HÍ yfir í aðra stöðu nýdoktors innan sömu stofnunar. Við þetta lækkaði viðkomandi verulega í launum og var ekki kunnugt um þessa lækkun fyrr en eftir tæplega þriggja vikna vinnu í nýju stöðunni. Manneskjan, sem var fyrirvinna heimilisins með tvö börn á framfæri og himinhá námslán, hrökklaðist að lokum frá störfum vegna fjárhagsörðugleika. Hún fékk vinnu utan háskólans og tvöfaldaði við það laun sín. Náttúrufræðingur sem starfaði við rannsóknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hlaut styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands. Við það var Háskólinn orðinn vinnuveitandi hans í stað Landsspítalans og sjálfkrafa lækkaði viðkomandi starfsmaður í launum um 100.000 kr. á mánuði. Þessi starfsmaður situr enn á sömu skrifstofunni og vinnur enn að sömu rannsóknum. Það eina sem breyttist (fyrir utan doktorsgráðuna og aukna reynslu starfsmannsins) var hinn nýi vinnuveitandi og verri kjör.Ástandið óviðunandi Við þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Nýdoktorar styðja heilshugar þá kröfu að menntun skuli metin til launa og ætla sér ekki að sitja hjá í kjarabótum í þetta sinn. Nýdoktorar fagna því að nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hafi lýst því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að nýdoktorar fái sömu tækifæri og aðrir akademískir starfsmenn innan HÍ og að þeim sé boðið upp á sanngjörn launakjör miðað við reynslu þeirra og menntun – kjör sem séu samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Með þessi vilyrði í farteskinu getum við nýdoktorar því ekki annað en verið bjartsýnir og bíðum þess full eftirvæntingar að sjá kjör okkar leiðrétt.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar