Áhrifarík úrslit í kosningum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Vinsældir Trumps og Clinton fara ekki dvínandi. nordicphotos/Getty Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira