Erlent

Róttækar breytingar á ríkisstjórn Breta

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin var tekin í gær þegar Theresa May tók við stöðu forsætisráðherra í Buckingham höll.
Myndin var tekin í gær þegar Theresa May tók við stöðu forsætisráðherra í Buckingham höll. Vísir/Getty
Theresa May nýr forsætisráðherra Breta hefur nú klárað að skipa ríkisstjórn sína. Töluverðar breytingar eru frá ríkisstjórn David Cameron þar sem May hefur gert miklar mannabreytingar.

George Osborne, Michael Gove, John Whittingdale, Nicky Morgan og Oliver Letwin fengu öll reisupassann frá May. Það vekur athygli að hlutfall kvenna í nýrri ríkisstjórn May er um 30% eða svipað og það var hjá Cameron.

Liz Truss er nýr dómsmálaráðherra, Justine Greening nýr menntamálaráðherra og Andrea Leadsom hefur verið ráðin sem nýr umhverfismálaráðherra. Amber Rudd sem áður var ráðherra orkumála var skipuð í fyrri stöðu May sem innanríkisráðherra.

Nýtt embætti hefur verið skapað fyrir David Davis sem mun halda utan um útgönguviðræður við Evrópusambandið. Davis var einn þeirra sem tók virkan þátt í kosingarbaráttu aðskilnaðarsinna í Brexit.

Nokkrir halda stöðu sinni

Eins og áður hefur komið fram mun Michael Fallon halda stöðu sinni sem varnarmálaráðherra en Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta.  Einnig verður Jeremy Hunt áfram heilsumálaráðherra og Alun Cairns heldur stöðu sinni sem ráðherra Wales sem og David Mundell sem ráðherra Skota.

Töluvert hefur svo verið skrifað um þá ákvörðun að gera Boris Johnson að næsta utanríkisráðherra landsins. Annars þykja breytingar May vera nokkuð róttækar og gefa skýra vísbendingar um stefnubreytingu. Athygli vekur einnig að jafnvægi virðist vera í nýju ríkisstjórninni á milli þeirra sem vildu vera áfram í Evrópusambandsins og þeirra sem vildu yfirgefa það.

BBC fjallar ítarlega um nýja ríkisstjórn Bretlands.


Tengdar fréttir

Verði áfram náin ESB

„Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×