Erlent

Forsetakosningar í Austurríki: Prófsteinn á fylgi þjóðernissinna í Evrópu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Norbert Hoffer, frambjóðandi Frelsisflokksins og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja kljást um forsetaembættið.
Norbert Hoffer, frambjóðandi Frelsisflokksins og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja kljást um forsetaembættið. Vísir/EPA
Á morgun verða forsetakosningar endurteknar í Austurríki. Áður höfðu forsetakosningarnar verið haldnar í maí á þessu ári en hæstiréttur landsins ógilti niðurstöður kosninganna þar sem honum þótti að sýnt hafi verið fram á að kosningalög hafi verið brotin.

Skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á munum á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem etja kappi, þeirra Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins og Alexander Van der Bellen, frambjóðanda Græningja.

Kosningarnar á morgun eru af mörgum talinn vera prófsteinn á fylgi þjóðernissinnaðra flokka yst á hægri væng stjórnmála í Evrópu í kjölfar Brexit atkvæðagreiðslunnar. Þær geti gefið til kynna hvernig úrslit verði í komandi kosningum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi á næsta ári.

Hofer hefur byggt kosningabaráttu sína á  loforðum um að færa venjulegum Austurríkismönnum land sitt aftur og á þar við úr greipum innflytjenda sem búa í landinu.

Fari svo að Hofer verði kosinn, verður hann fyrsti þjóðarleiðtogi Evrópu frá seinna stríði sem er þjóðernissinni af ysta hægri væng stjórnmálanna.  


Tengdar fréttir

Hnífjafnt í Austurríki

Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot.

Þurfa að kjósa á ný í Austurríki

Ef Hofer vinnur kosningarnar í haust yrði hann fyrsti þjóðernishyggjumaðurinn til að verða kjörinn forseti í Evrópusambandsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×