Datt í það fjórum sinnum í viku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 14:15 Búsið var böl Ball en hann hefur nú snúið við blaðinu. vísir/getty Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin. NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin.
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira