UKIP lofar búrkubanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 10:04 Paul Nuttal, leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UKIP, situr fyrir aftan fyrrverandi leiðtogann, Nigel Farage, á Evrópuþinginu í Strasbourg í byrjun apríl. Vísir/Getty Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag. Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag.
Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira