Breski Íhaldsflokkurinn viðheldur töluverðu forskoti á Verkamannaflokkinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Um helmingur svarenda sagðist vilja Theresu May áfram í forsætisráðherrastól.
Könnunin var gerð í kjölfar bresku þingkosninganna sem fara fram 8. júní næstkomandi. Fylgi Íhaldsflokksins, flokks hins sitjandi forsætisráðherra, hefur þó örlítið dalað frá síðustu könnunum en er nú um 46 prósent. Þá er Verkamannaflokkurinn með 30 prósenta fylgi.
Almenningur virðist einnig hliðhollari May en helsta keppinaut hennar, Jeremy Corbyn. 46 prósent aðspurðra sögðust styðja May en aðeins 21 prósent styður Corbyn.
Íhaldsflokkurinn vann sigur í bresku sveitastjórnarkosningunum í gær en Theresa May steig þó varlega niður fæti í túlkun sinni á niðurstöðunum. Hún er nú á ferðalagi um Bretland að kynna stefnumál sín fyrir kjósendum í aðdraganda þingkosninganna.
May nýtur áfram trausts í Bretlandi
Kristín Ólafsdóttir skrifar
