Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2017 10:44 Angela Merkel er stödd í Mexikó um þessar mundir. Vísir/afp Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33