Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 15:03 Donald Trump hefur ítrekað látið gífuryrði flakka á Twitter og oft hafa þau komið honum í koll. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“. Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“.
Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sjá meira