Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 16:43 Verulegar skemmdir hafa orðið á kóralrifjum jarðarinnar í óvenjulegum hlýindum í höfunum síðustu árin. Vísir/EPA Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra. Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04
Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19