Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 16:43 Verulegar skemmdir hafa orðið á kóralrifjum jarðarinnar í óvenjulegum hlýindum í höfunum síðustu árin. Vísir/EPA Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra. Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Hitabylgju í Indlandshafi sem hefur átt þátt í hnattrænni fölnun og dauða kórala undanfarin þrjú ár virðist vera að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) segir að merki sé um að fölnunarviðburðinum sé að ljúka. Fölnunarviðburðurinn hófst þegar höf víða um jörðina hlýnuðu mikið vegna El niño-veðurfyrirbærisins sem hófst árið 2015 og áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. NOAA lýsti þá yfir hnattrænum fölnunarviðburði í aðeins þriðja skipti frá upphafi.Washington Post segir að um 70% allra kóralrifja á jörðinni hafi orðið fyrir barðinu á fölnun síðustu árin. Vísindamenn telji að fölnunarviðburðurinn nú sé hugsanlega sá stærsti sem sögur fara af. Nú gera spár NOAA ráð fyrir að hlýindunum í Indlandshafi sé að ljúka. Atlants- og Kyrrahafið eru engu að síður enn óvenjulega hlý. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla við Ástralíu og kórala við strendur Bandaríkjanna og í Karíbahafi.Gríðarlega mikilvægir vistkerfum í hafinuKóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir langavarandi sveiflu í hitastigi. Við óvenjuleg hlýindi eins og þau sem hafa verið viðvarandi síðustu árin losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna þannig. Standi það ástand yfir lengi geta kóralarnir drepist. Getur það tekið kóralrif marga áratugi að jafna sig á slíkum viðburðum. Kóralrif eins og Kóralrifið mikla eru gríðarlega mikilvæg vistkerfum í hafinu en fjöldi annarra dýrategunda reiða sig á umhverfi kóralana. Loftslagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni gætu þýtt að meiriháttar fölnunarviðburðir verði tíðari í framtíðinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir kóralrifin og vistkerfi þeirra.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04 Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kóralrifið mikla í bráðri hættu Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vísindamönnum áfall. 9. apríl 2017 23:04
Kóralrifið mikla aldrei dáið jafn hratt og í ár Hækkandi hitastig sjávar vegna loftlagsbreytinga veldur þessu. 28. nóvember 2016 20:19