Fordæmir ræsi frá Vegagerðinni á „heilögu svæði“ í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Nýju ræsin tvö í Landmannalaugum og raskið í kring um þau þykja lítil staðarprýði. Mynd/Smári Róbertsson „Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira