Tugir hælisleitenda horfið af radarnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira