Málið hneisa sem muni hafa áhrif á framtíðarstefnumótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15
Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00