Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 08:30 Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 28 prósent eftir að félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun 1. febrúar. vísir/pjetur Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira