Ezekiel Elliott, hlaupari Dallas Cowboys, er enn eina ferðina kominn í sex leikja bannið sem hann fékk fyrir tímabilið.
Þetta er í þriðja sinn sem hann er settur í þetta sex leikja bann en áfrýjanir hafa gert það að verkum að hann hefur getað spilað alla leiki Kúrekanna á tímabilinu.
Elliott getur áfrýjað enn eina ferðina og séð þar með til þess að hann fái að spila áfram. Fastlega er búist við því að hann geri það.
Leikmaðurinn var settur í þetta sex leikja bann vegna ásakanna um heimilisofbeldi. Hann hefur þó aldrei verið kærður fyrir ofbeldið.
Þetta mál mun því vafalítið halda áfram að fara í gegnum réttarkerfið á meðan Elliott heldur áfram að hlaupa eins og vindurinn fyrir Kúrekana.
Elliott kominn í sama leikbannið í þriðja sinn á tímabilinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti
