Mjanmarskur hershöfðingi á svarta listann og eignir hans frystar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Rúm hálf milljón Róhingja hefur flúið til Bangladess. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók í gær ákvörðun um að frysta eignir þrettán einstaklinga sem grunaðir eru um alvarleg mannréttindabrot og spillingu. Einna mesta athygli vakti nafn mjanmarska hershöfðingjans Maung Maung Soe á listanum. Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segir að Soe hafi haft yfirumsjón með aðgerðum hersins gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Hann beri ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum gegn Róhingjum. Bandaríkjamenn hafa áður sagt mjanmarska herinn standa að þjóðernishreinsunum á Róhingjum. Þeir drepi saklausa borgara og brenni bæi Róhingja til grunna. Því hafa mjanmörsk yfirvöld þó neitað. Á meðal annarra sem fá sömu meðferð og Soe eru fyrrverandi Gambíuforsetinn Yahya Jammeh. Hann steig til hliðar fyrr á árinu og segir í tilkynningunni að hann eigi sér „langa sögu alvarlegra mannréttindabrota og spillingar“. Jammeh hafi stofnað hryðjuverka- og dauðasveitir sem hafi ráðist á þá sem hann taldi ógna valdi sínu. Þá hafa eignir pakistanska skurðlæknisins Mukhtar Hamid Shah verið frystar. Læknirinn er sagður hafa framið mannrán, haldið fórnarlömbum gegn vilja sínum, fjarlægt líffæri þeirra og selt á svörtum markaði. Gulnara Karimova, dóttir úsbekska leiðtogans fyrrverandi, Islams Karimov, er einnig á listanum. Hún er sögð hafa verið í forsvari fyrir skipulögðum glæpasamtökum sem mútuðu og hótuðu kjörnum fulltrúum. Karimova hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnað, fjárdrátt og skattsvik. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók í gær ákvörðun um að frysta eignir þrettán einstaklinga sem grunaðir eru um alvarleg mannréttindabrot og spillingu. Einna mesta athygli vakti nafn mjanmarska hershöfðingjans Maung Maung Soe á listanum. Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segir að Soe hafi haft yfirumsjón með aðgerðum hersins gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Hann beri ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum gegn Róhingjum. Bandaríkjamenn hafa áður sagt mjanmarska herinn standa að þjóðernishreinsunum á Róhingjum. Þeir drepi saklausa borgara og brenni bæi Róhingja til grunna. Því hafa mjanmörsk yfirvöld þó neitað. Á meðal annarra sem fá sömu meðferð og Soe eru fyrrverandi Gambíuforsetinn Yahya Jammeh. Hann steig til hliðar fyrr á árinu og segir í tilkynningunni að hann eigi sér „langa sögu alvarlegra mannréttindabrota og spillingar“. Jammeh hafi stofnað hryðjuverka- og dauðasveitir sem hafi ráðist á þá sem hann taldi ógna valdi sínu. Þá hafa eignir pakistanska skurðlæknisins Mukhtar Hamid Shah verið frystar. Læknirinn er sagður hafa framið mannrán, haldið fórnarlömbum gegn vilja sínum, fjarlægt líffæri þeirra og selt á svörtum markaði. Gulnara Karimova, dóttir úsbekska leiðtogans fyrrverandi, Islams Karimov, er einnig á listanum. Hún er sögð hafa verið í forsvari fyrir skipulögðum glæpasamtökum sem mútuðu og hótuðu kjörnum fulltrúum. Karimova hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnað, fjárdrátt og skattsvik.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira