Tekst Fálkunum að stöðva sóknarvél Hrútanna? | Úrslitakeppni NFL hefst á Stöð 2 Sport Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 20:30 Það hefur fáum tekist að stöðva Gurley á þessu tímabili, hér skilur hann Titans vörnina eftir. Vísir/getty Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers. NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira