Yfirburðasigur meistara Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 04:51 Tom Brady þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld. Vísir/Getty New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira