Endurkomusigur hjá Örnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 01:00 Rodney McLeod fagnar eftir að hafa fellt Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta Falcons. Vísir/Getty Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld. NFL Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld.
NFL Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sjá meira