Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:45 Justin Timberlake er hér lengst til vinstri ásamt þeim Kate Winslet, Woody Allen, Juno Temple og Jim Belushi á frumsýningu myndar Allen Wonder Wheel þar sem Timberlake fer með eitt aðalhlutverkið. vísir/getty Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi. MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi.
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42