New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:23 Tom Brady fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis. NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis.
NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira