Brady í fýlu út í útvarpsmann en vill ekki að hann verði rekinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 09:30 Brady er mættur til Minneapolis og mætti á sinn fyrsta fjölmiðlaviðburð fyrir Super Bowl í nótt. vísir/getty Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira