Blaðamenn New York Post voru greinilega ekki í stuði til að setja hetjurnar í Philadelphia Eagles á forsíðuna enda stuðingsmenn Eagles og Giants miklir óvinir í boltanum.
Super Bowl leikurinn átti hinsvegar forsíðu blaðsins þótt að nýkrýndir NFL-meistarar Philadelphia Eagles kæmi þar ekki við sögu.
Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
So good... pic.twitter.com/XaCY3eOdzr
— Darren Rovell (@darrenrovell) February 5, 2018
Annarsstaðar á forsíðunni kom síðan fram að New York Giants liðið hafi átti bestu auglýsinguna á Super Bowl.
Þar mátti sjá leikstjórnandnn Eli Manning og útherjann Odell Beckham Jr. dans við lagið „I've Had) The Time of My Life" eins og þeir væru Patrick Swayze og Jennifer Grey í Dirty Dancing.
Auglýsing sjálf var frábær eins og sjá má hér fyrir neðan en þetta eru tvær stórstjörnur liðsins.
WATCH IT AGAIN! Nobody puts @OBJ_3 in a corner! pic.twitter.com/wJrYs4wJs8
— New York Giants (@Giants) February 5, 2018