Þúsundir fögnuðu á strætum Philadelphia | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2018 14:30 Stuðningsmenn fögnuðu í nótt. Vísir/Getty Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00
Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34