Massaquoi lenti í slæmu fjórhjólaslysi þar sem hann var í fríi með vinum sínum. Missti stjórn á fjórhjólinu með þeim afleiðingum að fjórir puttar fuku af.
Í fyrstu hélt hann að höndin hefði aðeins brotnað en blóðið var eðlilega mikið. Vinir hans sáu aftur á móti hvað hafði gerst og minnti þá helst á að höndin hefði farið í gegnum hakkara.
Læknum tókst að festa puttana aftur á höndina en nokkrum dögum síðar var ljóst að þeir myndu ekki endast á sínum stað. Því varð að fjarlægja þá á nýjan leik.
Í dag er Massaquoi með gervihendi þar sem hann getur stýrt hreyfingum puttanna sem komnir eru í staðinn.