MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Sveinn Arnarsson skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00
Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00