Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 17:18 Enn einn blaðamaður deyr í Rússlandi. nordicphotos/AFP Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013. Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013.
Erlent Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira