Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 14:38 Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Eyþór Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Þeir segja að þannig megi bæta samkeppnishæfni skóla og auka aðsókn í kennaranám. Varaformaður Félags grunnskólakennara segir áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. Félag grunnskólakennara segir alvarlegan vanda blasa við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara sé afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Að mati félagsins sé stórsókn í menntamálum vera orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Þetta kom fram á aðalfundi grunnskólakennara sem haldinn var fyrir helgi. Hjördís Albertsdóttir er nýr varaformaður Félags grunnskólakennara. „Staðan innan stéttarinnar myndi ég segja að væri ekki góð og ég held við getum flest verið sammála um það. Það er mikill skortur á kennurum og mikill fjöldi leiðbeinanda inni í skólanum. Þetta er eitthvað sem verður bara verra með árunum.“Hefur ástandið verið verra en nú? „Ekki síðustu ár.“Á aðalfundinum var skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd þeirra að ganga frá kjarasamningum við Félag grunnskólakennara sem allra fyrst en félagið hefur verið með lausan kjarasamning frá 1. desember 2017. Þessi staða skapar óvissu meðal félagsmanna og er skaðlegt skólastarfi í landinu. „Við skorum bara á Samband sveitarfélaganna að ná góðum samningi við okkur og vinna fljótt og vel.” Grunnskólakennarar skora á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. „Það þarf náttúrulega að ná fram þjóðarsátt þegar laun einnar stéttar eiga að hækka umfram aðrar stéttir. Það hefur verið gefin út þjóðarsátt um að það verði að leiðrétta laun kennara og við köllum eftir þessari þjóðarsátt, það er ekki nóg að segja að það eigi að leiðrétta launin, það þarf að leiðrétta þau. Og þá í samanburði við aðrar stéttir sérfræðinga sem við viljum oft miða okkur við.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12
Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. 3. maí 2018 20:01