Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 14:30 Þátttakendur í vaxtarrækt eru á meðal þeirra sem efnið er markaðssett fyrir. Vísir/Getty Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar. Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar.
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31
Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09