Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 08:29 Konur í Bandaríkjunum eru ekki sáttar við Donald Trump, forseta. Getty/Andrew Harrer Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira