Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2018 10:56 Elín Sif og Eyrún Björk í hlutverkum Stellu og Magneu í Lof mér að falla. Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?” Börn og uppeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?”
Börn og uppeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira