Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. október 2018 17:46 Meng Hongwei, forseti alþjóðalögreglunnar Interpol, er nú í haldi kínverskra stjórnvalda. Vísir/AP Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu. Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu.
Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14
Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20