Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 19:07 Flóttamenn vaða milli Gvatemala og Mexíkó. Lokatakmark þeirra er að komast til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Í gærkvöldi höfðu um tvö þúsund manns safnast saman Mexíkómegin landamæranna en fjöldi þeirra sem freistuðu þess að komast inn í landið meira en tvöfaldaðist í nótt en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi tekist það síðan í gærkvöldi. Í morgun voru enn um fimmtán hundruð manns sem biðu þess að fá inngöngu í Mexíkó á löglegan máta, en þegar leið á daginn urðu margir flóttamannanna óþolinmóðir og brugðu á það ráð að synda, vaða eða sigla yfir Suchiate, sem er áin sem skilur að Gvatemala og Mexíkó. Þeir sem kusu að fara fram hjá landamæraeftirliti Mexíkó gerðu það í augsýn landamæravarða en voru þó ekki handteknir við komuna til landsins. Mexíkóar á svæðinu mættu flóttafólkinu með lófataki og gjöfum á borð við mat og klæðnað. „Enginn getur stöðvað okkur, aðeins Guð,“ hefur Guardian eftir Olivin Castello, hondúrskum manni á sextugsaldri, en hann er einn þeirra sem flýr nú glæpaöldu og fátækt Hondúras og vill freista þess að komast til Bandaríkjanna í von um betra líf. „Við spörkuðum niður hurðinni og höldum áfram að ganga. Ég get gert þetta.“ Bandaríkin Erlent Flóttamenn Tengdar fréttir Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Sjá meira
Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Í gærkvöldi höfðu um tvö þúsund manns safnast saman Mexíkómegin landamæranna en fjöldi þeirra sem freistuðu þess að komast inn í landið meira en tvöfaldaðist í nótt en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi tekist það síðan í gærkvöldi. Í morgun voru enn um fimmtán hundruð manns sem biðu þess að fá inngöngu í Mexíkó á löglegan máta, en þegar leið á daginn urðu margir flóttamannanna óþolinmóðir og brugðu á það ráð að synda, vaða eða sigla yfir Suchiate, sem er áin sem skilur að Gvatemala og Mexíkó. Þeir sem kusu að fara fram hjá landamæraeftirliti Mexíkó gerðu það í augsýn landamæravarða en voru þó ekki handteknir við komuna til landsins. Mexíkóar á svæðinu mættu flóttafólkinu með lófataki og gjöfum á borð við mat og klæðnað. „Enginn getur stöðvað okkur, aðeins Guð,“ hefur Guardian eftir Olivin Castello, hondúrskum manni á sextugsaldri, en hann er einn þeirra sem flýr nú glæpaöldu og fátækt Hondúras og vill freista þess að komast til Bandaríkjanna í von um betra líf. „Við spörkuðum niður hurðinni og höldum áfram að ganga. Ég get gert þetta.“
Bandaríkin Erlent Flóttamenn Tengdar fréttir Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Sjá meira
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44